• Fasteignasalinn þinn í Flórída

Compare Listings

Það eru ótal mörg hverfi í byggingu í mið Flórida og að gera grein fyrir þeim öllum hérna, yrði til þess að æra óstöðugan.  Tilgangurinn er að reyna að sýna möguleikana og dæmi um hvað er í boði.  Munum við leitast við að sýna þér þversnið af markaðnum.  Hér tökum við nokkur dæmi um hverfi sem eru í byggingu.  Flest hverfin eru útbúin með sundlaug, æfingasal, tennisvelli, leikvelli og mörg þeirra eru við golfvelli.  Ef það er ætlun þín að búa hér hluta úr ári og síðan leigja húsið þess á milli sem frístundahúsnæði, þá verður að gæta vel að því að það samræmist reglunum sem gilda í hverfunum.