• Fasteignasalinn þinn í Flórída

Compare Listings

ventura

Ventura Country Club er vinsælasta hverfið hjá Íslendingum. Í hverfinu eru rúmlega 1,700 eignir af ýmsum gerðum, frá því að vera íbúð með einu svefnherbergi og einu baðherberi uppí 5 svefnherberja einbýlishús með einka sundlaug. Í hverfinu er 18 holu golfvöllur, klúbbhús, sundlaug, leiksvæði, tennisvellir, göngustigar og fleirra. Ventura er lokað hverfi með öryggisgæslu. Til að sjá allar eignir til sölu í Ventura í dag, smelltu á myndina hér til vinstri eða nafnið hér að ofan.

eagle-creek-orlando

Eagle Creek er nýtt hverfi í suð-austur Orlandó sem enn er verið að byggja. Í hverfinu má finna bæði raðhús og einbýlishús. Myndin hér til vinstri er af klúbbhúsinu í Eagle Creek. Í Eagle Creek er 18 holu golfvöllur og nokkur leiksvæði fyrir börn, það er smátt og smátt verið að auka almenna þjónustu í hverfinu, en í dag er það lokað og vaktað. Ef þú smellir á myndina hér til vinstri eða á nafnið hé að ofan þá sérðu allar eignir til sölu í Eagle Creek í dag.

Village_Walk

Margir Íslendingar elska miðjarðarhafs stílinn á Village Walk at Lake Nona, þar sem Pulte Homes gróf skurði um allt hverfið til þess að sem flest hús væru við vatnið. Þetta hverfi er enn í byggingu en hverfið er lokað og vaktað. Í kringum og í klúbbhúsinu eru sundlaugar, leikvellir, tennisvellir, tækjasalur og fleirra. Ef þið smellið á myndina hér til hliðar eða nafnið hér að ofan þá sjáið þið allar eignir sem eru til sölu í Village Walk í dag. Ef þú ert að hugsa um að kaupa nýbyggingu í Village Walk þá greiðum við þér fyrir að nota þjónustu okkar, hafðu samband til þess að fá að vita hversu mikið.

keenesPointe

Keene´s Pointe er eitt fínni hverfunum í Orlandó, það er staðsett í vesturbænum rétt fyrir norðan Disney. Hverfið er enn að hluta til í byggingu, í hverfinu eru golfvellir, klúbbhús, sundlaug, tennisvellir og fleirra. Sem sagt þetta hverfi er alveg einstakt leiksvæði. Til að sjá allar eigir til sölu í hverfinu í dag, smellið á mynina eða nafnið hér að ofan.

Windsor-Hill-Orlando-Florida

Windsor Hills hverfið er rétt suð-vestan við Disney í Kissimmee, hverfið er skipulagt sem sumarleyfishverfi fyrir fólk sem vill njóta sólarinnar ogskemmtigarðanna. Í hverfinu eru bæði íbúðir og einbýlishús. Hverfið er lokað og vaktað, með sundlaug, klúbbhúss, kvikmyndahúss, leikvöllum og fleirru gaman. Smelltu á myndina hér til vinsti eða nafnið hér að ofan til að sjá allar eignir til sölu í hverfinu í dag.

edgewaterCondos

Er íbúðahverfi í Deland, skammt fyrir norðan Sanford/Orlando flugvöllinn. Þetta hverfi er með tveggja svefnherbergja og tveggja baðherbergja íbúðum. Já þær eru allar eins. Þetta er rólegt hverfi, með sundlaug, tennisvelli, göngustígum og leikvöllum. Hverfið er vel staðsett miðað við hraðbrautirnar. Til að sjá hvað er til sölu í hverfinu í dag, smelltu á myndina eða nafnið.