• Fasteignasalinn þinn í Flórída

Compare Listings

Frístundabyggð eða “Zoned for Short Term Rental” eru hverfi sem leyfa skammtímaleigu. Skammtímaleiga er skilgreind sem leigutími sem er styttri en sex mánuðir. Í mið Flórida eru mörg hverfi sem leyfa skammtímaleig og eru flest þeirra á svæðinu í kringum skemmtigarðana, sem dæmi þá eru mjög fá hverfi í Orlandó (Orange County) sem leyfa skammtímaleig en þó eru hverfi eins og sem dæmi Ventura Country Club þar sem það er heimilt. Í Kissimmee (Osceola County) eru yfir 50 hverfi þar sem skammtímaleiga er leyfð, síðan er það Davenport (Polk County) og Clermont (Lake County) sem eru með nokkur hverfi sem leyfa skammtímaleigu.

Þar sem flest ykkar sem kaupa eign til þess að leigja út eruð að fjárfesta og viljið að eignin skili ykkur arði, þá vil ég nota tækifærið hér til þess að benda ykkur á að til þess að leigja eignirnar út þurfið þið að vera lögleg og til þess að vera lögleg þá þurfið þið að gera eftirfarandi.  Sem reyndar flestir láta, fyrirtækin sem hafa umsjón með eignunum þeirra sjá um að ganga frá skráningunum og greiða fyrir það frá $500 til $800.  Með því að láta aðra sjá um pappírsvinnuna, losnið þið við “birokratana” og getið þess í stað notið sólarinnar og verunnar hérna í Flórida.

Í skráningunni fellst í fyrsta lagi að það þarf atvinnuleyfi frá sýslunni eða bæjarfélaginu sem eigninn er staðsett í og í sumum tilfellum þarf atvinnuleyfi frá báðum aðilum. Næst þarf að ná sér í söluskattsnúmer hjá skattinum (Department of Revenue, Sales Tax Division) og svo skattanúmer fyrir atvinnurekanda (Federal Employer Identification Number eða FEIN). Til að fá FEIN númer þarf að hafa samband við skattstofuna (U.S. Internal Revenue Service). Eftir að atvinnuleyfið og skattanúmerin eru komin, þá þarf að nálgast umsóknareiðublað frá fylkinu og greiða fyrir umsók og leyfisgjöld, um það bil $240 fyrir eitt hús eða íbúð. Það næsta sem gerist er að fylkið kemur og tekur út eignina, með það að markmiði að tryggja að eignin sé íbúðarhæf, að í henni sé lágmarks öryggisbúnaður eins og neyðarlýsing, slökkvitæki og að eignin sé tryggð. Að þessu loknu er gefin út heimild til að nota eignina sem gistiheimili. Síðan er skírteinið endurnýjað árlega. Til þess að skoða betur reglurnar um gistiheimili getið þið smellt hér.  Einnig má búast við því að eftirlitsmenn frá fylkinu líti við annað slagið og fylgist með að allt sé eins og það á að vera.

Að sleppa því að skrá eignina og skila af henni gjöldum er eins og þú sért að fjárfesta í TÍMASPRENGJU það er bara tímaspursmál þangað til að einhver kvartar yfir misnotkun á eigninni eða að þú lendir í skoðun hjá skattinum. Ef þú lendir í höndunum á yfirvöldum mátt þú vera viss um að eignin verður sett að veði þangað til þeir verða ánægðir og hvað varð þá um fjárfestinguna þína?